Ferill 779. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1178  —  779. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um stöðugildi hjá Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hversu mörg stöðugildi voru hjá Framkvæmdasýslunni og Ríkiseignum fyrir sameiningu stofnananna árið 2021?
     2.      Hver hefur verið þróun stöðugilda hjá Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum frá árinu 2021?


Skriflegt svar óskast.